Einstaklingum líði betur í jafnara samfélagi Hafsteinn Hauksson skrifar 1. febrúar 2012 20:15 „Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins. „Og svo ætla ég að gefa myndatökumanninum 200 þúsund krónur. Þá ert þú ekki jafnsáttur, vegna þess að um leið og einhver er kominn með meira heldur þú fyrir sama framlag, þá ertu orðinn ósáttur við það sem þú færð." Ragna hefur rannsakað tengsl peninga og hamingju og segir svokallaðan afstæðan skort hafa mikil áhrif á fólk. Hann felur í sér að fólk telji sig skorta hluti miðað við aðra í kringum sig sem eiga meira, þrátt fyrir að hafa það hugsanlega mjög gott. Hann hafi átt þátt í hruninu þegar margir voru komnir í lúxusneyslu og nýtt samfélagslegt norm hafi orðið til. Eina leiðin fyrir fólk á eðlilegum tekjum til að ná sömu stöðu hafi verið að skuldsetja sig, en ekki þarf að hafa mörg orð um þátt ofskuldsetningar í samdrætti efnahagslífsins. Ragna telur að vegna þessa geti jöfnuður stuðlað að hamingju í samfélaginu, og segir rannsóknir benda til að sú sé raunin. „Það er pínu hættulegt að tala um jöfnuð, fólki finnst það svo pólitískt. Málið er samt að það er fullt af félags- og sálfræðilegum rannsóknum sem benda til þess að í jafnara samfélagi líður einstaklingnum betur." Sjá má nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér, en þar ræðir Ragna Benedikta um sálfræði hagkerfisins, efnishyggju, peninga og hamingju. Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
„Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins. „Og svo ætla ég að gefa myndatökumanninum 200 þúsund krónur. Þá ert þú ekki jafnsáttur, vegna þess að um leið og einhver er kominn með meira heldur þú fyrir sama framlag, þá ertu orðinn ósáttur við það sem þú færð." Ragna hefur rannsakað tengsl peninga og hamingju og segir svokallaðan afstæðan skort hafa mikil áhrif á fólk. Hann felur í sér að fólk telji sig skorta hluti miðað við aðra í kringum sig sem eiga meira, þrátt fyrir að hafa það hugsanlega mjög gott. Hann hafi átt þátt í hruninu þegar margir voru komnir í lúxusneyslu og nýtt samfélagslegt norm hafi orðið til. Eina leiðin fyrir fólk á eðlilegum tekjum til að ná sömu stöðu hafi verið að skuldsetja sig, en ekki þarf að hafa mörg orð um þátt ofskuldsetningar í samdrætti efnahagslífsins. Ragna telur að vegna þessa geti jöfnuður stuðlað að hamingju í samfélaginu, og segir rannsóknir benda til að sú sé raunin. „Það er pínu hættulegt að tala um jöfnuð, fólki finnst það svo pólitískt. Málið er samt að það er fullt af félags- og sálfræðilegum rannsóknum sem benda til þess að í jafnara samfélagi líður einstaklingnum betur." Sjá má nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér, en þar ræðir Ragna Benedikta um sálfræði hagkerfisins, efnishyggju, peninga og hamingju.
Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira