„Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins.
„Og svo ætla ég að gefa myndatökumanninum 200 þúsund krónur. Þá ert þú ekki jafnsáttur, vegna þess að um leið og einhver er kominn með meira heldur þú fyrir sama framlag, þá ertu orðinn ósáttur við það sem þú færð."
Ragna hefur rannsakað tengsl peninga og hamingju og segir svokallaðan afstæðan skort hafa mikil áhrif á fólk. Hann felur í sér að fólk telji sig skorta hluti miðað við aðra í kringum sig sem eiga meira, þrátt fyrir að hafa það hugsanlega mjög gott. Hann hafi átt þátt í hruninu þegar margir voru komnir í lúxusneyslu og nýtt samfélagslegt norm hafi orðið til.
Eina leiðin fyrir fólk á eðlilegum tekjum til að ná sömu stöðu hafi verið að skuldsetja sig, en ekki þarf að hafa mörg orð um þátt ofskuldsetningar í samdrætti efnahagslífsins.
Ragna telur að vegna þessa geti jöfnuður stuðlað að hamingju í samfélaginu, og segir rannsóknir benda til að sú sé raunin.
„Það er pínu hættulegt að tala um jöfnuð, fólki finnst það svo pólitískt. Málið er samt að það er fullt af félags- og sálfræðilegum rannsóknum sem benda til þess að í jafnara samfélagi líður einstaklingnum betur."
Sjá má nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér, en þar ræðir Ragna Benedikta um sálfræði hagkerfisins, efnishyggju, peninga og hamingju.
Einstaklingum líði betur í jafnara samfélagi
Hafsteinn Hauksson skrifar
Mest lesið



Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili
Viðskipti innlent

Landsbankinn við Austurstræti falur
Viðskipti innlent

Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Viðskipti innlent

Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar
Viðskipti innlent

Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum
Viðskipti innlent

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu
Viðskipti innlent


Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku
Viðskipti innlent