Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2012 14:17 Djokovic á fullu í morgun. Nordic Photos / Getty Images Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Djokovic vann á endanum sigur, 6-1, 6-3, 4-6 og 6-3, en tapaði um leið fyrsta setti sínu á mótinu. Fyrirfram var Hewitt ekki talinn líklegur til afreka enda hafði hann fallið ansi neðarlega á heimslistanum og fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu. Hewitt var fyrir rúmum áratug síðan í efsta sæti heimslistans en hefur lent í erfiðleikum með meiðsli síðustu árin. En hann sýndi sínar bestu hliðar á mótinu í Melbourne og lét Djokovic svo sannarlega hafa fyrir sigrinum. Viðureignin tók tæpar þrjár klukkustundir. Hann var gríðarlega vel studdur af fjölmörgum áhorfendum á Rod Laver-vellinum í dag en þó kom fáum á óvart að Djokovic bar á endanum sigur úr býtum enda hefur Serbinn átt gríðargóðu gengi að fagna síðustu misserin. Hann vann þrjú af fjórum stórmótum síðasta árs og skákaði þar með bæði Rafael Nadal og Roger Federer. Þetta var síðasta viðureign 16-manna úrslitanna og því ljóst hvaða keppendur mætast í fjórðungsúrslitum. Það hefur í raun fátt komið á óvart í karlaflokki, nema þá helst að Japaninn Kei Nishikori bar sigur úr býtum gegn Jo Wilfried-Tsonga frá Frakklandi sem var raðað inn sem sjötta sterkasta keppenda mótsins. Nishikori er fyrsti japanski karlmaðurinn sem kemst áfram í fjórðungsúrslit mótsins í meira en 80 ár. Þeir fimm sterkustu komust allir áfram í fjórðungsúrslitin en Nishikori mætir þar Skotanum Andy Murray sem lenti ekki í vandræðum í sinni viðureign í nótt þar sem andstæðingur hans, Mikhail Kukushkin frá Kasakstan, varð að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla. Staðan var þá 6-1, 6-1 og 1-0. Í kvennaflokki vakti helst athygli að Serena Willaims féll úr leik eins og lesa má um hér. Maria Sharapova komst einnig áfram eftir að hafa tapað fyrsta settinu fyrir Sabine Lisicki frá Þýskalandi. Fjórar sterkustu konur mótsins komust áfram í fjórðungsúrslitin sem hefjast á morgun. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24) Juan Martin del Potro, Argentínu (11) - Roger Federer, Sviss (3) Tomas Berdych, Tékklandi (7) - Rafael Nadal, Spáni (2)Fjórðungsúrslit kvenna: Caroline Wozniacki, Danmörku (1) - Kim Clijsters, Belgíu (11) Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) - Agnieszka Radwanska, Póllandi (8) Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2) Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Djokovic vann á endanum sigur, 6-1, 6-3, 4-6 og 6-3, en tapaði um leið fyrsta setti sínu á mótinu. Fyrirfram var Hewitt ekki talinn líklegur til afreka enda hafði hann fallið ansi neðarlega á heimslistanum og fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu. Hewitt var fyrir rúmum áratug síðan í efsta sæti heimslistans en hefur lent í erfiðleikum með meiðsli síðustu árin. En hann sýndi sínar bestu hliðar á mótinu í Melbourne og lét Djokovic svo sannarlega hafa fyrir sigrinum. Viðureignin tók tæpar þrjár klukkustundir. Hann var gríðarlega vel studdur af fjölmörgum áhorfendum á Rod Laver-vellinum í dag en þó kom fáum á óvart að Djokovic bar á endanum sigur úr býtum enda hefur Serbinn átt gríðargóðu gengi að fagna síðustu misserin. Hann vann þrjú af fjórum stórmótum síðasta árs og skákaði þar með bæði Rafael Nadal og Roger Federer. Þetta var síðasta viðureign 16-manna úrslitanna og því ljóst hvaða keppendur mætast í fjórðungsúrslitum. Það hefur í raun fátt komið á óvart í karlaflokki, nema þá helst að Japaninn Kei Nishikori bar sigur úr býtum gegn Jo Wilfried-Tsonga frá Frakklandi sem var raðað inn sem sjötta sterkasta keppenda mótsins. Nishikori er fyrsti japanski karlmaðurinn sem kemst áfram í fjórðungsúrslit mótsins í meira en 80 ár. Þeir fimm sterkustu komust allir áfram í fjórðungsúrslitin en Nishikori mætir þar Skotanum Andy Murray sem lenti ekki í vandræðum í sinni viðureign í nótt þar sem andstæðingur hans, Mikhail Kukushkin frá Kasakstan, varð að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla. Staðan var þá 6-1, 6-1 og 1-0. Í kvennaflokki vakti helst athygli að Serena Willaims féll úr leik eins og lesa má um hér. Maria Sharapova komst einnig áfram eftir að hafa tapað fyrsta settinu fyrir Sabine Lisicki frá Þýskalandi. Fjórar sterkustu konur mótsins komust áfram í fjórðungsúrslitin sem hefjast á morgun. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24) Juan Martin del Potro, Argentínu (11) - Roger Federer, Sviss (3) Tomas Berdych, Tékklandi (7) - Rafael Nadal, Spáni (2)Fjórðungsúrslit kvenna: Caroline Wozniacki, Danmörku (1) - Kim Clijsters, Belgíu (11) Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) - Agnieszka Radwanska, Póllandi (8) Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2)
Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli