Valskonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld eftir 24-21 sigur á erkifjendunum í Fram í leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar.
Valsliðið skoraði sex fyrstu mörkin og komst síðan í 10-3 á fyrstu 20 mínútum leiksins. Framkonur náðu að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki og þar með er tveggja ára sigurganga þeirra í bikarnum á enda.
Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og Fram í Vodafonehöllinn í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Frábær byrjun Valskvenna vó þungt - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn