Ásgeir Sigurgeirsson, skammbyssuskytta úr Skotfélagi Reykjavíkur, hlaut silfurverðlaun á stórmótinu Internationaler Wettkampf München 2012 í gær.
Ásgeir náði sér vel á strik í gær. Hann fékk 101,7 stig í úrslitunum að viðbættum þeim 583 stigum sem hann fékk í undankeppninni. Hann lauk því keppni með 684,7 stig.
Sigurvegari varð Oleg Omelchuk frá Úkraínu með 687,2 stig. Omelchuk er í 7. sæti heimslistans en Ásgeir í 63. sæti.
Ásgeir fékk silfurverðlaun á stórmóti í München
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
