Aðdráttarafl leikstjórnanda Denver Broncos, Tim Tebow, er með hreinum ólíkindum en uppgangur þessa unga drengs hefur verið lygilegur. Rúmlega 42 milljónir fylgdust með leik Broncos og Pittsburgh Steelers í Bandaríkjunum um helgina sem er stórkostlegt áhorf.
Tebow olli ekki vonbrigðum í leiknum sem var eins og gott Öskubuskuævintýri. Leiknum lauk á dramatískan hátt með sigri Tebow og félaga. Þetta var mesta áhorf á leik í "wild card" umferðinni síðan 1988. Þá var sjónvarpsáhorf almennt mun meira en í dag.
Þegar lokasending Tebow í leiknum skilaði sér í mark var lika sett nýtt met á Twitter en 9.420 tíst voru skrifuð á sekúndu þá. Aldrei hefur verið eins mikið tístað í kringum íþróttaviðburð á Twitter áður. Áhuginn á Tebow út um allan heim er með ólíkindum.
Leikstjórnandinn fékk líka vel útborgað eða 31 milljón króna í bónus fyrir sigurinn. Hann fær álíka upphæð takist Broncos að leggja New England um næstu helgi.
Tebow setti met á Twitter | Ótrúlegt sjónvarpsáhorf

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn



Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Fleiri fréttir
