Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Erla Hlynsdóttir skrifar 4. janúar 2012 21:22 Geir Gunnlaugsson er landlæknir. Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. Heilbrigðisráðherra Breta sagðist í dag hlynntur því að safnað verði gögnum um sílíkonaðgerðir á brjóstum til að geta betur kortlagt hvort púðar frá franska fyrirtækinu PIP rifna oftar en aðrir púðar. Svipuð leið verður farin hér á landi en engar upplýsingar liggja fyrir um fjölda íslenskra kvenna með sílíkonbrjóst. „Við höfum heldur engar upplýsingar um það hversu algengt rof er á slíkum púðum og hversu margar aðgerðir konur hafa gengist undir vegna þessa," segir Geir. Það eitt hefur komið fram að talið er að um fjögur hundruð konur á Íslandi séu með sílíkon frá PIP. Bretar, sem íslensk yfirvöld líta einna helst til, eru nú að endurmeta þá niðurstöðu sína að púðar frá PIP séu ekki skaðlegri en aðrir púðar eftir að í ljós kom að fleiri púðar höfðu rifnað en vitað var um. Geir vonast til þess að upplýsingar frá lýtalæknum liggi fyrir innan tíu til fjórtán daga. Þá á eftir að vinna úr þeim. Mörgum þykja fegrunaraðgerðir vera mikið feimnismál, en Geir segir konum með sílíkonbrjóst að hafa ekki áhyggjur. „Ég get lofað íslenskum konum að við stöndum vörð um persónuvernd þeirra" segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. Heilbrigðisráðherra Breta sagðist í dag hlynntur því að safnað verði gögnum um sílíkonaðgerðir á brjóstum til að geta betur kortlagt hvort púðar frá franska fyrirtækinu PIP rifna oftar en aðrir púðar. Svipuð leið verður farin hér á landi en engar upplýsingar liggja fyrir um fjölda íslenskra kvenna með sílíkonbrjóst. „Við höfum heldur engar upplýsingar um það hversu algengt rof er á slíkum púðum og hversu margar aðgerðir konur hafa gengist undir vegna þessa," segir Geir. Það eitt hefur komið fram að talið er að um fjögur hundruð konur á Íslandi séu með sílíkon frá PIP. Bretar, sem íslensk yfirvöld líta einna helst til, eru nú að endurmeta þá niðurstöðu sína að púðar frá PIP séu ekki skaðlegri en aðrir púðar eftir að í ljós kom að fleiri púðar höfðu rifnað en vitað var um. Geir vonast til þess að upplýsingar frá lýtalæknum liggi fyrir innan tíu til fjórtán daga. Þá á eftir að vinna úr þeim. Mörgum þykja fegrunaraðgerðir vera mikið feimnismál, en Geir segir konum með sílíkonbrjóst að hafa ekki áhyggjur. „Ég get lofað íslenskum konum að við stöndum vörð um persónuvernd þeirra" segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira