Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2012 18:40 Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. mynd/ pjetur. Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira