"Hækkun í hafi“? Þórólfur Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar?
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun