Loftslagsráðstefnan í Cancún Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. janúar 2011 06:00 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um ýmis mikilvæg atriði í loftslagsmálum. Hluta af árangrinum má einfaldlega þakka því að væntingum var í hóf stillt, öfugt við það sem var í Kaupmannahöfn 2009, þegar mistókst að ná settu markmiði um lagalega bindandi framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum. Það eru líka blikur á lofti um framhaldið og óvíst hvað tekur við þegar fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Því má þó ekki gleyma að loftslagsbreytingar eru kannski flóknasta og erfiðasta verkefnið sem þjóðir heims glíma við og í Cancún voru gefin vilyrði um stóreflt starf á sviðum sem geta skilað raunverulegum árangri. Í Cancún var ákveðið að auka framlög til loftslagsverkefna í þróunarríkjunum, með það að markmiði að árleg framlög yrðu um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þróunaraðstoð Íslands hefur dregist saman í kreppunni, en í framtíðinni munu verkefni sem hjálpa fátækum ríkjum að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga fá aukinn sess í slíkri aðstoð. Þá var einnig ákveðið að efla mjög starf að þróun og dreifingu loftslagsvænnar tækni. Þar geta leynst tækifæri fyrir Ísland, en hér á landi eru ýmsir vaxtarbroddar á þessu sviði. Grunnur var lagður að stóru alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að draga úr eyðingu skóga í hitabeltinu og samþykkt að efla aðstoð við fátæk ríki sem þurfa mest að laga sig að afleiðingum loftslagsbreytinga. Ísland styður viðleitni við að koma á lagalega bindandi alþjóðlegu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, þar sem öll þróuð ríki og stór og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland og Brasilía axla ábyrgð við að draga úr losun. Stefnt er að því að ná slíku samkomulagi í lok þessa árs, en óvíst er um árangur, því mikið ber á milli ríkja við mat á réttlátri skiptingu byrða og lagalegan búning samkomulags, þótt aukinn samhljómur hafi náðst um markmið, aðgerðir og fjármögnun í Cancún. Ísland hefur lagt sérstaka áherslu á tvennt í yfirstandandi samningaviðræðum, annars vegar jafnréttismál og hins vegar tillögu um endurheimt votlendis til að draga úr losun. Ísland hefur komið texta um jafnrétti kynjanna víða að í samningstextanum, sem mun greiða fyrir virkri aðkomu kvenna í þeim verkefnum sem lagt verður af stað með á grundvelli Cancún-samkomulagsins. Áhersla á jafnrétti kynjanna í slíkum verkefnum er ekki einungis réttlætismál, heldur sýnir reynslan að aukið ákvörðunarvald og fræðsla til kvenna leiðir til betri árangurs í verkefnum sem t.d. búa samfélög undir að laga landbúnað að breyttu loftslagi eða styrkja viðbrögð við náttúruhamförum. Engin tilvísun var í jafnrétti kynjanna í samningstextum fyrir tveimur árum, þegar Ísland kom með fyrstu tillögur á því sviði, en nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Tillaga Íslands um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð var líka samþykkt í Cancún, þótt hún öðlist ekki fullt vægi nema með samkomulagi um framhald Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Þetta er fyrsta breytingin á aðferðarfræði Kýótó sem hlýtur samþykki frá því bókunin gekk í gildi, en mikill fjöldi slíkra tillagna er á borðinu. Frumkvæði Íslands í þessum efnum hefur vakið nokkra athygli, þar sem losun frá framræstu votlendi á heimsvísu er veruleg, meiri en t.d. frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er mikilsvert mál bæði hvað varðar vernd lífríkis og loftslags jarðar. Það er því margt jákvætt sem kom út úr Cancún-fundinum, sem vonandi markar upphafið að auknu trausti milli ríkja og efldu starfi við aðgerðir sem skila raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um ýmis mikilvæg atriði í loftslagsmálum. Hluta af árangrinum má einfaldlega þakka því að væntingum var í hóf stillt, öfugt við það sem var í Kaupmannahöfn 2009, þegar mistókst að ná settu markmiði um lagalega bindandi framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum. Það eru líka blikur á lofti um framhaldið og óvíst hvað tekur við þegar fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Því má þó ekki gleyma að loftslagsbreytingar eru kannski flóknasta og erfiðasta verkefnið sem þjóðir heims glíma við og í Cancún voru gefin vilyrði um stóreflt starf á sviðum sem geta skilað raunverulegum árangri. Í Cancún var ákveðið að auka framlög til loftslagsverkefna í þróunarríkjunum, með það að markmiði að árleg framlög yrðu um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þróunaraðstoð Íslands hefur dregist saman í kreppunni, en í framtíðinni munu verkefni sem hjálpa fátækum ríkjum að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga fá aukinn sess í slíkri aðstoð. Þá var einnig ákveðið að efla mjög starf að þróun og dreifingu loftslagsvænnar tækni. Þar geta leynst tækifæri fyrir Ísland, en hér á landi eru ýmsir vaxtarbroddar á þessu sviði. Grunnur var lagður að stóru alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að draga úr eyðingu skóga í hitabeltinu og samþykkt að efla aðstoð við fátæk ríki sem þurfa mest að laga sig að afleiðingum loftslagsbreytinga. Ísland styður viðleitni við að koma á lagalega bindandi alþjóðlegu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, þar sem öll þróuð ríki og stór og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland og Brasilía axla ábyrgð við að draga úr losun. Stefnt er að því að ná slíku samkomulagi í lok þessa árs, en óvíst er um árangur, því mikið ber á milli ríkja við mat á réttlátri skiptingu byrða og lagalegan búning samkomulags, þótt aukinn samhljómur hafi náðst um markmið, aðgerðir og fjármögnun í Cancún. Ísland hefur lagt sérstaka áherslu á tvennt í yfirstandandi samningaviðræðum, annars vegar jafnréttismál og hins vegar tillögu um endurheimt votlendis til að draga úr losun. Ísland hefur komið texta um jafnrétti kynjanna víða að í samningstextanum, sem mun greiða fyrir virkri aðkomu kvenna í þeim verkefnum sem lagt verður af stað með á grundvelli Cancún-samkomulagsins. Áhersla á jafnrétti kynjanna í slíkum verkefnum er ekki einungis réttlætismál, heldur sýnir reynslan að aukið ákvörðunarvald og fræðsla til kvenna leiðir til betri árangurs í verkefnum sem t.d. búa samfélög undir að laga landbúnað að breyttu loftslagi eða styrkja viðbrögð við náttúruhamförum. Engin tilvísun var í jafnrétti kynjanna í samningstextum fyrir tveimur árum, þegar Ísland kom með fyrstu tillögur á því sviði, en nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Tillaga Íslands um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð var líka samþykkt í Cancún, þótt hún öðlist ekki fullt vægi nema með samkomulagi um framhald Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Þetta er fyrsta breytingin á aðferðarfræði Kýótó sem hlýtur samþykki frá því bókunin gekk í gildi, en mikill fjöldi slíkra tillagna er á borðinu. Frumkvæði Íslands í þessum efnum hefur vakið nokkra athygli, þar sem losun frá framræstu votlendi á heimsvísu er veruleg, meiri en t.d. frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er mikilsvert mál bæði hvað varðar vernd lífríkis og loftslags jarðar. Það er því margt jákvætt sem kom út úr Cancún-fundinum, sem vonandi markar upphafið að auknu trausti milli ríkja og efldu starfi við aðgerðir sem skila raunverulegum árangri í loftslagsmálum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun