„Við litum bara nokkuð vel út varnarlega en mér fannst Þjóðverjarnir vera aðeins þungir. Það er kannski ekki alveg að marka þá. Ég var ánægður með minn leik en það verður allt miklu auðveldara fyrir mig þegar vörnin er svona góð," sagði Björgvin Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í viðtali við visir.is eftir 27-23 sigur liðsins gegn Þjóðverjum í kvöld.
Með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
