Kvennalið Fram er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir tap, 29-30, fyrir þýska liðinu Blomberg-Lippe í dag. Fram tapaði fyrri leik liðanna með tveggja marka mun.
Blomberg er því komið í átta liða úrslit en Framstelpur sitja eftir með sárt ennið en báðir leikir liðanna fóru fram hér á landi.
Lengi vel leit út fyrir að Fram ætlaði sér að gera rimmuna virkilega spennandi og voru Framstúlkur tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13.
Því forskoti náði liðið ekki að halda og svekkjandi tap niðurstaðan.