Utan vallar: Hver byrjaði á þessu "gefðu mér fimm“ kjaftæði? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. desember 2011 07:00 Leikmenn í NBA-deildinni að gefa "fimmu". NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira