Leyndarmál Kiljunnar: Hver var Arnliði Álfgeir? Freyr Þórarinsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun