

Vantrú og HÍ
Upphaf þessa máls má rekja til þriggja kærubréfa frá félaginu Vantrú á hendur stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni, m.a. til siðanefndar HÍ. Viðbrögð siðanefndar HÍ voru þau að reyna að koma málshefjanda og guðfræði- og trúarbragðafræðideild að einhvers konar sáttaborði.
Það sem mér þykir furðulegast í því samhengi er að svo virðist sem siðanefnd hafi ekki ætlað sér að bjóða hinum kærða stundakennara að þessu sáttaborði, heldur gert þess í stað ráð fyrir að hvers kyns sættir hlytu að vera bundnar ávítum gegn honum.
Óháð rannsóknarnefnd, sem skipuð var til þess að fara yfir þetta mál, gerir í skýrslu sinni sem kom út í haust alvarlegar athugasemdir við það verklag siðanefndar að eiga í óformlegum samskiptum við málshefjanda. Þá er fundið að því að nefndin aflaði ekki á kerfisbundinn hátt upplýsinga um málið og hafi ekki farið eftir 1., 4., 5. og 6. gr. eigin starfsreglna sem jafnframt eru áréttaðar í sjálfum siðareglum skólans. Þrátt fyrir þessi alvarlegu mistök virðist HÍ ekki ætla að bæta Bjarna Randveri það tjón sem hann hefur orðið fyrir.
Hver gætir hagsmuna (fræða)samfélagsins?Ég vil ekki trúa því að HÍ hafi ekki metnað til að styðja starfsmann sinn og gæta um leið hagsmuna fræðasamfélagsins í þessu samhengi. HÍ hlýtur að eiga eftir að bregðast frekar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ég spyr hvort það geti verið að ef ekki hefði ítrekað komið til stuðningur háskólaprófessora og kennara úr ýmsum deildum HÍ, þá sætum við sem samfélag uppi með þá staðreynd að geðþótti en ekki fagleg vinnubrögð réðu málalyktum í svona undarlegu máli?
Í mínum augum er einstakur kennari ekki án samhengis. Allt efni sem sett er fram á vettvangi háskóla er bæði í fræðilegu samhengi (að baki því eru ákveðnar kenningar fræðimanna, námskeiðslýsing ...) og í stjórnsýslulegu samhengi (að baki kennaranum er deild, svið ...). Siðanefndin er líka í samhengi. Hún er bundin starfsreglum, siðareglum, landslögum og stjórnarskrá. Því hlýtur það að teljast álitshnekkir fyrir HÍ þegar umræða um óánægju utanaðkomandi hóps kemst aldrei í málefnalegan farveg innan stofnunarinnar vegna rangrar málsmeðferðar en fer þess í stað fram að stórum hluta í dagblöðum og á vefnum. Hver eru áhrif þess? Mun það ekki t.d. fæla aðra frá því að koma athugasemdum á framfæri innan háskóla?
Vert er að halda því til haga að hinn kærði vildi, frá þeim tímapunkti sem honum var kunnugt um margþætt brot siðanefndarinnar á eigin starfsreglum í málsmeðferð sem virtist mjög hlutdræg, að skipuð yrði ný siðanefnd til að tryggja faglega málsmeðferð. Til þess kom ekki enda vildi siðanefndin ekki víkja vegna vanhæfis og Vantrú gat ekki hugsað sér nýja siðanefnd. Fyrir vikið fékk kæra Vantrúar aldrei málefnalega umfjöllun á vettvangi siðanefndar HÍ, þar sem félagið dró hana til baka eftir að átök höfðu staðið yfir á annað ár, m.a. um hæfi siðanefndar.
Það er miður, því að hagsmunum fræðasamfélagsins sem og almennings í landinu hlýtur að vera best borgið þegar hvers konar ágreiningur fær málefnalega umfjöllun, hvort sem hún felst í því að kæru sé vikið frá eða hún tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við starfsreglur siðanefndar.
Fólki er brugðiðUpp úr stendur að fjölda fólks er verulega brugðið yfir því öngstræti sem þetta mál hefur ratað í. Mér þykir mjög miður að það skuli snúast um persónu stundakennarans. Bjarni Randver Sigurvinsson fær þá einkunn hjá langflestu af samferðafólki sínu að hann sé einstaklega samviskusamur og að þekking hans sé yfirgripsmikil. Af því sem ég þekki Bjarna Randver á ég ekki von á því að hann telji að allt efni sem frá honum komi sé fullkomið, enda maðurinn sér meðvitaður um annmarka eigin fræðasviðs auk þess sem hann hvetur nemendur sína bæði munnlega og skriflega til að meta allt sem frá honum kemur með gagnrýnu hugarfari. Hann hafnar því hins vegar alfarið að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur HÍ og er fjöldi háskólakennara sammála honum þar.
Hvert fræðasvið hefur sína annmarka og snýr þróun fræðanna jú sífellt að því að fengist er við þessa annmarka. Með rannsóknum og ritrýni, sem og öllum öðrum þeim tækjum sem fræðimennskunni stendur til boða, leitast fræðimaðurinn við á hverjum tíma að þróa fræðin og bæta nýrri þekkingu í sarpinn. Að ráðist sé á persónu fræðimannsins vegna þess að einhver sé ósáttur við aðferðir viðkomandi fræðigreinar er aðför að háskólastarfi í landinu. Við það verður ekki unað.
Höfundur er einn þeirra sem staðið hafa fyrir fjársöfnun til stuðnings Bjarna Randver.
Skoðun

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar