Þrífyllti Hörpuna en komst ekki í gegnum greiðslumat 13. desember 2011 10:00 Sáttur Þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum greiðslumatið hjá bankanum sínum er Örn Elías bara sáttur með það, bankinn hafi sennilega verið að gera honum og fjölskyldunni meiri greiða heldur en hitt.Fréttablaðið/Stefán „Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Sjá meira
„Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en maður gerir sér grein fyrir,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Mugison hyggst þakka rækilega fyrir viðtökurnar á plötunni Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. Hann býður þjóðinni upp á sjö ókeypis tónleika; þrenna í Hörpunni og ferna úti á landi. Þrátt fyrir þessa miklu gjafmildi og rokna sölu komst tónlistarmaðurinn ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum, en hann hafði augastað á fallegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Mugison flutti í bæinn í haust eins og Fréttablaðið greindi frá og hefur dvalið, ásamt fjölskyldu sinni, í stúdíóíbúð í Vesturbænum. Fjölskyldan vildi stækka örlítið við sig og rakst á fallega eign í 101. Bankinn sagði hins vegar nei en Mugison erfir það ekki við hann, þvert á móti, þeir hafi örugglega bara gert honum greiða og þau hjónin urðu að endingu sammála um það. „Ég var að keyra framhjá Byko um daginn og sá þá svona 40 fermetra skúr, er ekki bara spurning um að finna bara einhverja lóð nálægt Melaskóla og planta honum þar? Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Playstation og málið dautt.“ Mugison gefur plötur sínar út sjálfur og er því sjálfs sín herra. Hins vegar stóð honum til boða að láta lögin sín í hendur FL Group á sínum tíma og tryggja sér þannig öruggt skjól. „Ég fór á þrjá fundi og þar stóð, með stóru letri, að þeir ættu sálina í mér, það kom auðvitað aldrei til greina.“ Platan Haglél hefur slegið í gegn hjá íslenskum tónlistarunnendum og selst hreinlega í bílförmum. Platan hefur engu að síður sett nokkurt strik í reikning tónlistarmannsins því upphaflega planið var: „Að gefa út þessa sætu, rólegu íslensku plötu, fara í próf og eiga kósý-desember,“ eins og Mugison lýsir því, en hann er skráður í Listaháskóla Íslands. „En nú er maður búinn að skrópa sig út úr öllum kúrsum. Haglél er annaðhvort búin að eyðileggja fyrir mér námið eða koma mér á rétta braut, þetta fer allt eftir því hvernig maður lítur á samhengið.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Sjá meira