Tímaritið Geysir kom inn um lúgur landsmanna á laugardaginn, en þau Ari Magg, Auður Karitas og Einar Geir Ingvarsson skipa ritstjórn blaðsins. Í tilefni af útgáfunni var blásið til hófs í Geysisbúðinni á Skólavörðustíg á föstudag. Margir lögðu leið sína í Geysi og skáluðu í lok vinnuvikunnar.
