Íslenskt, nei takk Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun