Skoðun

Þakkir

Vorið 1991 afhenti Björk Guðmundsdóttir þáverandi menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, kröfu fyrir hönd íslenskra tónlistarmanna um að jafnræðis skyldi gætt milli listgreina í nýjum lögum um virðisaukaskatt. Nýkynnt stefna ríkisstjórnar var nefnilega á þann veg að allar listgreinar skyldu undanþegnar virðisaukaskatti – nema hryntónlist og tónlist á geisladiskum. Þetta skóp mikinn samkeppnishalla, ekki síst milli útgefenda vsk- fjálsra bóka og vsk-skyldra geisladiska og bitnaði mjög á tónlistarfólki.

Eftir fimmtán ára baráttu náði SAMTÓNN, Samtök tónlistarrétthafa, þeim langþráða árangri gagnvart stjórnvöldum árið 2007 að geisladiskar og bækur skyldu loks færðar í sama virðisaukaskattþrep, 7% , en bækur höfðu þá um allangt skeið borið 14% og tónlist 24,5%. Eftir sat hins vegar tónlist í rafrænu formi sem enn bar 24,5% virðiskaukaskatt – og sama gilti um rafbækur.

Þökk sé efnahags- og skattanefnd undir forystu Helga Hjörvar að leiðrétting þessa átti sér nýverið stað. Þetta fór ekki hátt en Dagur íslenskrar tónlistar er kjörinn til að vekja athygli á þessari réttmætu og langþráðu leiðréttingu.

Tuttugu ára baráttu tónlistafólks og útgefenda fyrir þessu sjálfsagða og brýna jafnréttismáli er hérmeð lokið. Aukinn skilningur á gildi stéttarinnar og framlagi hennar til samfélagsins speglast í ákvörðun efnahags- og skattanefndar. Henni skulu færðar bestu þakkir.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×