Leikmunabíll fauk út af vegi 26. nóvember 2011 13:00 Pétur Örn Guðmundsson er einn þeirra sem hafa fengið hlutverk í Game of Thrones. Tökur á þáttaröðinni eru byrjaðar í Skaftafelli. Fréttablaðið/Valli „Jú, hérna voru þrjátíu metrar á sekúndu. Og leikmunabíll hjá okkur fauk út af veginum. En það slasaðist enginn og allir leikmunir eru heilir. Þetta gerðist bara í „slow-motion“,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones eru hafnar í Skaftafelli við Hótel Freysnes en mikið óveður reið yfir Austurland á fimmtudagskvöld með fyrrgreindum afleiðingum. Hins vegar var veðrið gengið niður í gær og lék raunar við hvern sinn fingur. „Þetta er alveg eins og þeir vilja hafa þetta, kalt og snjólag yfir öllu, ekki samt of mikill snjór heldur alveg passlegur.“ Yfir hundrað manns koma að tökunum hér á landi, en þær standa yfir í tvær vikur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru íslenskir statistar kallaðir í búningamátun í gær og meðal þeirra var Pétur Örn Guðmundsson, oftast kenndur við Jesú og hjómsveitina Buff. Pétur vildi hins vegar ekkert tjá sig við Fréttablaðið og sagðist vera múlbundinn af trúnaðarsamkomulagi. „Ég má segja að ég sé í tökunum. Meira má ég eiginlega ekki segja og meira veit ég heldur ekki. Enda bara maður með spjót,“ segir Pétur, sem hafði ekki séð þáttaröðina en var hins vegar byrjaður að lesa bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. „Ég er samt bara hálfnaður með fyrstu bókina og verð því heldur betur að spýta í augun,“ segir Pétur.- fgg Game of Thrones Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Jú, hérna voru þrjátíu metrar á sekúndu. Og leikmunabíll hjá okkur fauk út af veginum. En það slasaðist enginn og allir leikmunir eru heilir. Þetta gerðist bara í „slow-motion“,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones eru hafnar í Skaftafelli við Hótel Freysnes en mikið óveður reið yfir Austurland á fimmtudagskvöld með fyrrgreindum afleiðingum. Hins vegar var veðrið gengið niður í gær og lék raunar við hvern sinn fingur. „Þetta er alveg eins og þeir vilja hafa þetta, kalt og snjólag yfir öllu, ekki samt of mikill snjór heldur alveg passlegur.“ Yfir hundrað manns koma að tökunum hér á landi, en þær standa yfir í tvær vikur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru íslenskir statistar kallaðir í búningamátun í gær og meðal þeirra var Pétur Örn Guðmundsson, oftast kenndur við Jesú og hjómsveitina Buff. Pétur vildi hins vegar ekkert tjá sig við Fréttablaðið og sagðist vera múlbundinn af trúnaðarsamkomulagi. „Ég má segja að ég sé í tökunum. Meira má ég eiginlega ekki segja og meira veit ég heldur ekki. Enda bara maður með spjót,“ segir Pétur, sem hafði ekki séð þáttaröðina en var hins vegar byrjaður að lesa bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. „Ég er samt bara hálfnaður með fyrstu bókina og verð því heldur betur að spýta í augun,“ segir Pétur.- fgg
Game of Thrones Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira