
Skemmtilegri leikskólar?
Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir.
Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim.
Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum.
Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum.
Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins.
Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar.
Skoðun

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar