Ferðafrelsi Snorri Baldursson skrifar 29. október 2011 06:00 Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun