Foreldrar Britney stjórna lífi hennar algerlega 29. október 2011 11:00 Endurkoma Britney gengur hálf brösuglega, illa gengur að selja miða á tónleika hennar í Bretlandi og söngkonan virkar bæði stirð og áhugalaus. Britney Spears þegar hún var flutt í sjúkrabíl af heimili sínu. Þrátt fyrir að Britney Spears hafi þénað í kringum þrjátíu milljónir dollara á síðasta ári sér hún varla dollara af því. Allir peningarnir renna til foreldra hennar sem enn þann dag í dag fylgjast með hverju skrefi dóttur sinnar. Nicole Lampert, blaðamaður Daily Mail, skrifar ítarlega úttekt á högum poppprinsessunnar Britney Spears í vefútgáfu blaðsins. Lampert var viðstödd sérstakt hóf sem haldið var til heiðurs Spears en hún er á tónleikaferðalagi um Bretland. Gestirnir voru að mestum hluta D-stjörnur, blaðamenn og fjármálafurstar. Britney Spears var á staðnum með freðið bros, umkringd lögfræðingum og lífvörðum. "Hún var þarna eins og dýr í búri enda manneskjan sem allir vildu sjá," skrifar Lampert. Tónleikaferðalagið, sem nefnist Femme Fatale, hefur verið hálfmislukkað. Gagnrýnendur á Írlandi segja Spears taktlausa og reynt sé að fela það með allskyns farartækjum sem þeyta henni um sviðið. Aðrir nefna að krafturinn í augum hennar sé horfinn og hún þykist syngja nánast öll lögin. Hér áður fyrr gerði hún það eingöngu ef dansarnir voru líkamlega erfiðir, en slík átök heyra sögunni til. Kannski er því ekkert skrýtið að Britney, sem varla mátti hnerra án þess að það rataði í blöðin, skuli ganga jafnilla að selja miða og raun ber vitni; það er til nóg af lausum sætum. Það eru þrjú ár síðan Spears fékk taugaáfall, hún missti forræðið yfir sonum sínum tveimur og myndin af henni, bjargarlausri í sjúkrabíl, var allt að því óhugnanleg; konan sem átti allt hafði tapað áttum. En nú er árið 2011, nýjasta platan hennar fór beint á toppinn á Billboard og á síðasta ári þénaði hún yfir þrjátíu milljónir dollara eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna. Samt sem áður eru það foreldrar hennar, James og Lynne Spears, sem passa upp á hverja krónu. Og það er ekkert skrýtið við fyrstu sýn, fjöldi málsókna bíður hennar, kærur fyrir kynferðislegt áreiti, samningsrof og svo mætti lengi telja. Fyrir skömmu var málskostnaður hennar lagður fyrir dómara, hann reyndist vera 900 þúsund dollarar eða hundrað milljónir íslenskra króna.Kærastinn Jason Trawick er sagður hafa verið valinn af foreldrum Britney Spears. Hún vill sjálf giftast honum og eignast fleiri börn."Ég sé ekki að þessum afskiptum eigi eftir að ljúka, hún getur ekki stjórnað sjálfri sér," hefur Daily Mail eftir George Rush, blaðamanni í skemmtanabransanum. Foreldrarnir virðast telja að Spears sé of viðkvæm til að sjá um sitt eigið líf, þó ekki nógu viðkvæm til að koma fram og syngja fyrir þúsundir aðdáenda sinna, nánast á hverju kvöldi. Samkvæmt Daily Mail hafa foreldrarnir ekki bara yfirumsjón með peningunum heldur líka lífi hennar almennt. Hún var á sínum tíma svipt sjálfræði og hefur ekki fengið það aftur. Hún má til að mynda ekki fara á salerni án fylgdar og foreldrarnir völdu kærasta hennar, Jason Trawick. Sá var umboðsmaður Britney rétt áður en ferill hennar fór í ræsið og hefur háleitar hugmyndir um unnustu sína samkvæmt heimildum blaðsins. "Hann telur hana vel geta náð fyrri stöðu og þénað tvær milljónir dollara á dag, bara ef hún heldur sig á mottunni og réttu megin við strikið." Þangað til reynir Britney að gera það sem hún getur best, syngja og dansa, og endurheimta stöðu sína sem poppprinsessan. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Britney Spears þegar hún var flutt í sjúkrabíl af heimili sínu. Þrátt fyrir að Britney Spears hafi þénað í kringum þrjátíu milljónir dollara á síðasta ári sér hún varla dollara af því. Allir peningarnir renna til foreldra hennar sem enn þann dag í dag fylgjast með hverju skrefi dóttur sinnar. Nicole Lampert, blaðamaður Daily Mail, skrifar ítarlega úttekt á högum poppprinsessunnar Britney Spears í vefútgáfu blaðsins. Lampert var viðstödd sérstakt hóf sem haldið var til heiðurs Spears en hún er á tónleikaferðalagi um Bretland. Gestirnir voru að mestum hluta D-stjörnur, blaðamenn og fjármálafurstar. Britney Spears var á staðnum með freðið bros, umkringd lögfræðingum og lífvörðum. "Hún var þarna eins og dýr í búri enda manneskjan sem allir vildu sjá," skrifar Lampert. Tónleikaferðalagið, sem nefnist Femme Fatale, hefur verið hálfmislukkað. Gagnrýnendur á Írlandi segja Spears taktlausa og reynt sé að fela það með allskyns farartækjum sem þeyta henni um sviðið. Aðrir nefna að krafturinn í augum hennar sé horfinn og hún þykist syngja nánast öll lögin. Hér áður fyrr gerði hún það eingöngu ef dansarnir voru líkamlega erfiðir, en slík átök heyra sögunni til. Kannski er því ekkert skrýtið að Britney, sem varla mátti hnerra án þess að það rataði í blöðin, skuli ganga jafnilla að selja miða og raun ber vitni; það er til nóg af lausum sætum. Það eru þrjú ár síðan Spears fékk taugaáfall, hún missti forræðið yfir sonum sínum tveimur og myndin af henni, bjargarlausri í sjúkrabíl, var allt að því óhugnanleg; konan sem átti allt hafði tapað áttum. En nú er árið 2011, nýjasta platan hennar fór beint á toppinn á Billboard og á síðasta ári þénaði hún yfir þrjátíu milljónir dollara eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna. Samt sem áður eru það foreldrar hennar, James og Lynne Spears, sem passa upp á hverja krónu. Og það er ekkert skrýtið við fyrstu sýn, fjöldi málsókna bíður hennar, kærur fyrir kynferðislegt áreiti, samningsrof og svo mætti lengi telja. Fyrir skömmu var málskostnaður hennar lagður fyrir dómara, hann reyndist vera 900 þúsund dollarar eða hundrað milljónir íslenskra króna.Kærastinn Jason Trawick er sagður hafa verið valinn af foreldrum Britney Spears. Hún vill sjálf giftast honum og eignast fleiri börn."Ég sé ekki að þessum afskiptum eigi eftir að ljúka, hún getur ekki stjórnað sjálfri sér," hefur Daily Mail eftir George Rush, blaðamanni í skemmtanabransanum. Foreldrarnir virðast telja að Spears sé of viðkvæm til að sjá um sitt eigið líf, þó ekki nógu viðkvæm til að koma fram og syngja fyrir þúsundir aðdáenda sinna, nánast á hverju kvöldi. Samkvæmt Daily Mail hafa foreldrarnir ekki bara yfirumsjón með peningunum heldur líka lífi hennar almennt. Hún var á sínum tíma svipt sjálfræði og hefur ekki fengið það aftur. Hún má til að mynda ekki fara á salerni án fylgdar og foreldrarnir völdu kærasta hennar, Jason Trawick. Sá var umboðsmaður Britney rétt áður en ferill hennar fór í ræsið og hefur háleitar hugmyndir um unnustu sína samkvæmt heimildum blaðsins. "Hann telur hana vel geta náð fyrri stöðu og þénað tvær milljónir dollara á dag, bara ef hún heldur sig á mottunni og réttu megin við strikið." Þangað til reynir Britney að gera það sem hún getur best, syngja og dansa, og endurheimta stöðu sína sem poppprinsessan. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira