Kerfið er ekki að virka 26. október 2011 06:00 Velferðarkerfið er hornsteinn samfélagsins sem hefur gert öllum kleift, óháð efnahag og aðstæðum, að njóta sama réttar til þjónustu. Verulega er vegið að velferðarkerfinu í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórn Íslands hefur nú lagt fyrir Alþingi og lýsir BSRB þungum áhyggjum yfir því. BSRB óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Bent er á að sífellt færri foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs síðustu ár þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Greiðsluþak sjóðsins er nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sér í lagi feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof. Aðrir forðast að taka fæðingarorlof af ótta við viðbrögð vinnuveitanda sinna og slíkt ástand er óásættanlegt. Forsætisráðherra lýsti nýverið vilja sínum til að lengja fæðingarorlofið og hækka greiðsluþak á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði en sagði það ekki raunhæft fyrr en að nokkrum árum liðnum. Slíkar breytingar yrðu vissulega framfaraskref en óhjákvæmilegt er að benda á það óréttlæti sem börn, er fæðast þangað til breytingarnar komast á, verða fyrir. Á meðan foreldrar eru að neita sér um fæðingarorlof vegna fjárhagsástæðna eða af ótta við að missa vinnuna í kjölfarið er kerfið ekki að virka. Stjórnvöld verða að tryggja að kerfið virki eins og því er ætlað og tryggja þannig rétt barna til samvista við báða foreldra líkt og markmiðið var með setningu fæðingar- og foreldraorlofslaga. Síðustu ár hefur öflugt séreignarlífeyriskerfi verið byggt upp á Íslandi. Nú er höggvið að rótum þess með tillögum að skattlagningu á inngreiðslum yfir 2% í séreignarlífeyrissjóði. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar opna á þann möguleika að tvískatta hluta af séreignarlífeyrissparnaði fólks og telur BSRB fullvíst að slíkar aðgerðir séu upphafið að endalokum séreignarlífeyriskerfisins. Bandalagið leggst alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og óttast jafnframt að þessar aðgerðir gætu verið fyrsta skrefið í átt að almennri skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði sem myndu á endanum rýra kjör lífeyrisþega til mikilla muna. BSRB vonast til að stjórnvöld leiðrétti þau mistök sem greinilega áttu sér stað við gerð fjárlagafrumvarpsins áður en það verður endanlega afgreitt sem lög frá Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Velferðarkerfið er hornsteinn samfélagsins sem hefur gert öllum kleift, óháð efnahag og aðstæðum, að njóta sama réttar til þjónustu. Verulega er vegið að velferðarkerfinu í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórn Íslands hefur nú lagt fyrir Alþingi og lýsir BSRB þungum áhyggjum yfir því. BSRB óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Bent er á að sífellt færri foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs síðustu ár þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Greiðsluþak sjóðsins er nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sér í lagi feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof. Aðrir forðast að taka fæðingarorlof af ótta við viðbrögð vinnuveitanda sinna og slíkt ástand er óásættanlegt. Forsætisráðherra lýsti nýverið vilja sínum til að lengja fæðingarorlofið og hækka greiðsluþak á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði en sagði það ekki raunhæft fyrr en að nokkrum árum liðnum. Slíkar breytingar yrðu vissulega framfaraskref en óhjákvæmilegt er að benda á það óréttlæti sem börn, er fæðast þangað til breytingarnar komast á, verða fyrir. Á meðan foreldrar eru að neita sér um fæðingarorlof vegna fjárhagsástæðna eða af ótta við að missa vinnuna í kjölfarið er kerfið ekki að virka. Stjórnvöld verða að tryggja að kerfið virki eins og því er ætlað og tryggja þannig rétt barna til samvista við báða foreldra líkt og markmiðið var með setningu fæðingar- og foreldraorlofslaga. Síðustu ár hefur öflugt séreignarlífeyriskerfi verið byggt upp á Íslandi. Nú er höggvið að rótum þess með tillögum að skattlagningu á inngreiðslum yfir 2% í séreignarlífeyrissjóði. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar opna á þann möguleika að tvískatta hluta af séreignarlífeyrissparnaði fólks og telur BSRB fullvíst að slíkar aðgerðir séu upphafið að endalokum séreignarlífeyriskerfisins. Bandalagið leggst alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og óttast jafnframt að þessar aðgerðir gætu verið fyrsta skrefið í átt að almennri skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði sem myndu á endanum rýra kjör lífeyrisþega til mikilla muna. BSRB vonast til að stjórnvöld leiðrétti þau mistök sem greinilega áttu sér stað við gerð fjárlagafrumvarpsins áður en það verður endanlega afgreitt sem lög frá Alþingi.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar