Blóðrauðir reikningar SS? Þórólfur Matthíasson skrifar 20. október 2011 06:00 Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar