Tvö þúsund Íslendingar hætta sukki í einn mánuð 18. október 2011 15:00 Jökull Sólberg Auðunsson, til vinstri, og Magnús Berg Magnússon skipuleggja Meistaramánuðinn ásamt Þorsteini Kára Jónssyni. fréttablaðið/Valli Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is Meistaramánuður Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is
Meistaramánuður Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira