

Allt að gerast í ferðamálum!
Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu.
Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum.
Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið.
Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010.
Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein.
Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku.
Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar