Baltasar semur um Wahlberg-mynd 14. október 2011 10:00 Sannkölluð stórmynd Baltasar Kormákur leikstýrir kvikmyndinni 2 Guns sem Mark Wahlberg mun leika aðalhlutverkið í. Tökur fara væntanlega fram í Nýju-Mexíkó en kostnaðurinn við gerð hennar er talinn hlaupa á sex til tíu milljörðum íslenskra króna.Fréttablaðið/Anton „Þetta hafðist og nú fer undirbúningur bara á fullt,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar hafa náðst um að hann leikstýri spennumyndinni 2 Guns með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu var Baltasar í viðræðum um að leikstýra tveimur verkefnum í Hollywood, annars vegar 2 Guns og hins vegar fjallamyndinni Everest. Samkvæmt vefmiðlum í Bandaríkjunum verður þetta engin smámynd, talið er að kostnaðurinn verði í kringum 60 til 90 milljónir dollara eða sex til tíu milljarðar íslenskra króna eða næstum helmingi dýrari en Contraband, fyrsta alvöru Hollywood-mynd Baltasars. „Það er gert ráð fyrir því að tökur hefjist í mars á næsta ári.“ Verið er að ræða við aðra stórstjörnu um að leika í myndinni en Vince Vaughn, gamanleikarinn góðkunni, hefur verið orðaður við hana í dágóðan tíma. Ekki er þó líklegt að hann verði fenginn til verksins. Að sögn leikstjórans er horft til Nýju-Mexíkó sem aðaltökustaðar og standa tökur væntanlega yfir í rúma þrjá mánuði. „Þetta er hálft ár sem fer í þetta verkefni þannig að maður þarf að finna hús, helst með sundlaug,“ grínast Baltasar með. 2 Guns er byggð á myndasögu eftir Steven Grant en það er handritshöfundurinn Blake Masters sem mun aðlaga söguna að hvíta tjaldinu. Meðal framleiðenda er Marc Platt en hann á meðal annars heiðurinn af kvikmyndunum Drive og Scott Pilgrim vs. the World. - fgg Lífið Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Þetta hafðist og nú fer undirbúningur bara á fullt,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar hafa náðst um að hann leikstýri spennumyndinni 2 Guns með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu var Baltasar í viðræðum um að leikstýra tveimur verkefnum í Hollywood, annars vegar 2 Guns og hins vegar fjallamyndinni Everest. Samkvæmt vefmiðlum í Bandaríkjunum verður þetta engin smámynd, talið er að kostnaðurinn verði í kringum 60 til 90 milljónir dollara eða sex til tíu milljarðar íslenskra króna eða næstum helmingi dýrari en Contraband, fyrsta alvöru Hollywood-mynd Baltasars. „Það er gert ráð fyrir því að tökur hefjist í mars á næsta ári.“ Verið er að ræða við aðra stórstjörnu um að leika í myndinni en Vince Vaughn, gamanleikarinn góðkunni, hefur verið orðaður við hana í dágóðan tíma. Ekki er þó líklegt að hann verði fenginn til verksins. Að sögn leikstjórans er horft til Nýju-Mexíkó sem aðaltökustaðar og standa tökur væntanlega yfir í rúma þrjá mánuði. „Þetta er hálft ár sem fer í þetta verkefni þannig að maður þarf að finna hús, helst með sundlaug,“ grínast Baltasar með. 2 Guns er byggð á myndasögu eftir Steven Grant en það er handritshöfundurinn Blake Masters sem mun aðlaga söguna að hvíta tjaldinu. Meðal framleiðenda er Marc Platt en hann á meðal annars heiðurinn af kvikmyndunum Drive og Scott Pilgrim vs. the World. - fgg
Lífið Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira