Einvígi krónprinsins og kóngsins í jólabókaflóðinu 11. október 2011 08:00 Óttar M. Norðfjörð og Arnaldur Indriðason gefa báðir út bækur fyrir jól um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís. „Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
„Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira