Spegilmynd Jóns Páls í Heimsendi 11. október 2011 11:00 Sláandi líkindi Guðjón Þorsteinn sem vörðurinn Leó, en fyrirmyndin að útliti hans er Jón Páll Sigmarsson kraftajötunn. „Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira
„Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira