Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni 11. október 2011 04:15 Ekki lengur eftirlýstur Bandaríkir alríkislögreglumenn þegar fjölmiðlum var skýrt frá handtöku Bulgers í júní.nordicphotos/AFP Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira