Bandaríska leikkonan Emma Stone hefur engar áhyggjur af því að líf sitt eigi eftir að breytast mikið eftir að stórmyndin The Amazing Spider-Man kemur út næsta sumar. Fólk hefur sagt henni í langan tíma að líf hennar ætti eftir að breytast eftir leik sinn í hinum ýmsum kvikmyndum en það hefur ekki gerst hingað til.
„Ég er ekki að undirbúa mig fyrir eitt né neitt. Það kemur bara í ljós hvert þetta leiðir mig. Það væri fínt ef hlutirnir myndu ekki breytast neitt,“ sagði Stone, sem hefur leikið í myndunum Superbad, Zombieland og Easy A.

