Skilar sér mögulega í nýjum meðferðarúrræðum 23. september 2011 11:00 Vísindamönnunum tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur geta umbreytt stofnfrumum þannig að þær fari að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og mynda meinvörp. Nordicphotos/Getty Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning