Heimsmet í endurvinnslu loforða 8. september 2011 06:00 Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar