Staðráðin í að gera betur Össur Skarphéðinsson skrifar 5. september 2011 06:00 Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar