Núll Þorsteinn Pálsson skrifar 3. september 2011 09:00 VG krefst opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarnir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum. Samstarfinu við AGS er lokið. Þar með heyrir efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn gerði í nóvember 2008 sögunni til. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru sammála um að líkja þessum samstarfstíma við setu á skólabekk. Það er upplifun þeirra beggja sem engin rök standa til að draga í efa. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra líta svo á að þau hafi útskrifast með láði. Engu hefur spillt þeirri fölskvalausu gleði að innanríkisráðherrann þvertekur fyrir að láta skipa sér á bekk með þakklátum útskriftarnemum. Hvort þjóðin upplifir útskriftina eins og formenn stjórnarflokkanna er sjálfstætt skoðunarefni. Eðlilegt er að menn reyni að gera sér raunsanna grein fyrir því hvar Ísland stendur þegar samstarfinu við AGS er lokið og meti það sem áunnist hefur. Hitt skiptir þó meira máli að vita hvert á að halda og eftir hvaða leiðum. Nú þegar ríkisstjórnin loks stendur á eigin fótum er veruleikinn sá að hún hefur ekki gert eigin efnahagsáætlun sem tekur við af hinni. Þar veifar hún auðu blaði. Í besta falli er þar eitt tákn. Það er tölustafurinn: Núll. Friður um sneggsta blettinn Þetta eru þau tíðindi síðustu viku sem skipta framtíð fólksins í landinu mestu. Um þau er ekki talað. Aðeins einn hagfræðingur hefur vakið athygli á þessari hættulegu staðreynd. Eftirtektarvert er að þetta veldur ekki hnútukasti milli stjórnarflokkanna. Eða er hitt skýringin að einhugur er um að þeir geti ekki gert efnahagsáætlun saman? Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa réttilega með tilvísun í verðbólgu og ónógan hagvöxt gagnrýnt það sjálfsálit formanna stjórnarflokkanna að AGS hafi útskrifað þá með láði. En frá stjórnarflokkunum verður þó ekki tekið að fram til þessa hafa þeir framkvæmt mest af þeim íhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði fyrir. Á hinn bóginn hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki fremur en aðrir deilt á ríkisstjórnina fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að gera nýja efnahagsáætlun um endurreisn þjóðarbúskaparins. Þetta er þó sneggsti bletturinn á ríkisstjórninni þegar AGS leggur ekki lengur línurnar um stjórn ríkisfjármálanna og peningamálanna. Pólitískur friður virðist ríkja um þann auma blett. Hvað veldur? Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að fylgja þeim hógværu markmiðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði upp með. Það heitir að þeim hafi verið skotið á frest. Þremur árum eftir hrun krónunnar bólar ekkert á útflutningshagvexti. Ríkisstjórnin hefur tafið þær framkvæmdir í orkumálum sem voru forsenda AGS-áætlunarinnar. Flest bendir til að VG sé að styrkja stöðu sína í því þrátefli. Á sama tíma og ríkisstjórn-ir annarra landa herða aðgerðir í ríkisfjármálum þykir rétt að slaka á klónni hér. Þegar aðrar þjóðir hrinda í framkvæmd nýjum viðbragðsáætlunum í peningamálum þykjumst við ekki hafa þörf fyrir slíkt. Meðan Ísland býr eitt Evrópuþjóða við gjaldeyrishöft koma sums staðar fram þau viðhorf að alls ekki megi horfa til nánara framtíðarsamstarfs við þær þjóðir sem nú grípa til ráðstafana til að tryggja stöðugleika í peningamálum.Hvar er viljans merki? Bankastjórn Seðlabankans barðist hatrammlega gegn AGS-samstarfinu á sínum tíma. Það gerði formaður VG einnig en af öllu meiri opinberum ákafa. Svo fór þó að bankastjórn Seðlabankans undirritaði samstarfsáætlunina og skömmu síðar kom það í hlut formanns VG að framkvæma hana. Áætlunin hefur reynst vel þó að margar brotalamir hafi verið á framkvæmdinni. Án samstarfs og aðhalds AGS væri staðan verri. Ofan á hrun krónunnar og bankanna var pólitíska ástandið orðið afar snúið þegar efnahagsáætlunin var samin. Í því ljósi verður það að teljast pólitískt þrekvirki hjá þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, að koma þessu samstarfi á og draga á svo skömmum tíma þær skýru línur sem fylgja ætti í fyrstu við efnahagsendurreisnina. Einörð afstaða þáverandi formanns Samfylkingarinnar var einnig forsenda fyrir því að þetta tókst. Pólitíska kreppan er óleyst eins og flokksráðsfundur VG staðfestir. En forvígismenn landsins hyggjast eigi að síður sitja án efnahagsáætlunar og á sama tíma setja áform um aukið alþjóðlegt samstarf í uppnám. Dæmið frá því í nóvember 2008 sýnir að jafnvel við verri aðstæður er hægt að gera betur. Hvar er viljans merki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
VG krefst opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarnir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum. Samstarfinu við AGS er lokið. Þar með heyrir efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn gerði í nóvember 2008 sögunni til. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru sammála um að líkja þessum samstarfstíma við setu á skólabekk. Það er upplifun þeirra beggja sem engin rök standa til að draga í efa. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra líta svo á að þau hafi útskrifast með láði. Engu hefur spillt þeirri fölskvalausu gleði að innanríkisráðherrann þvertekur fyrir að láta skipa sér á bekk með þakklátum útskriftarnemum. Hvort þjóðin upplifir útskriftina eins og formenn stjórnarflokkanna er sjálfstætt skoðunarefni. Eðlilegt er að menn reyni að gera sér raunsanna grein fyrir því hvar Ísland stendur þegar samstarfinu við AGS er lokið og meti það sem áunnist hefur. Hitt skiptir þó meira máli að vita hvert á að halda og eftir hvaða leiðum. Nú þegar ríkisstjórnin loks stendur á eigin fótum er veruleikinn sá að hún hefur ekki gert eigin efnahagsáætlun sem tekur við af hinni. Þar veifar hún auðu blaði. Í besta falli er þar eitt tákn. Það er tölustafurinn: Núll. Friður um sneggsta blettinn Þetta eru þau tíðindi síðustu viku sem skipta framtíð fólksins í landinu mestu. Um þau er ekki talað. Aðeins einn hagfræðingur hefur vakið athygli á þessari hættulegu staðreynd. Eftirtektarvert er að þetta veldur ekki hnútukasti milli stjórnarflokkanna. Eða er hitt skýringin að einhugur er um að þeir geti ekki gert efnahagsáætlun saman? Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa réttilega með tilvísun í verðbólgu og ónógan hagvöxt gagnrýnt það sjálfsálit formanna stjórnarflokkanna að AGS hafi útskrifað þá með láði. En frá stjórnarflokkunum verður þó ekki tekið að fram til þessa hafa þeir framkvæmt mest af þeim íhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði fyrir. Á hinn bóginn hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki fremur en aðrir deilt á ríkisstjórnina fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að gera nýja efnahagsáætlun um endurreisn þjóðarbúskaparins. Þetta er þó sneggsti bletturinn á ríkisstjórninni þegar AGS leggur ekki lengur línurnar um stjórn ríkisfjármálanna og peningamálanna. Pólitískur friður virðist ríkja um þann auma blett. Hvað veldur? Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að fylgja þeim hógværu markmiðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði upp með. Það heitir að þeim hafi verið skotið á frest. Þremur árum eftir hrun krónunnar bólar ekkert á útflutningshagvexti. Ríkisstjórnin hefur tafið þær framkvæmdir í orkumálum sem voru forsenda AGS-áætlunarinnar. Flest bendir til að VG sé að styrkja stöðu sína í því þrátefli. Á sama tíma og ríkisstjórn-ir annarra landa herða aðgerðir í ríkisfjármálum þykir rétt að slaka á klónni hér. Þegar aðrar þjóðir hrinda í framkvæmd nýjum viðbragðsáætlunum í peningamálum þykjumst við ekki hafa þörf fyrir slíkt. Meðan Ísland býr eitt Evrópuþjóða við gjaldeyrishöft koma sums staðar fram þau viðhorf að alls ekki megi horfa til nánara framtíðarsamstarfs við þær þjóðir sem nú grípa til ráðstafana til að tryggja stöðugleika í peningamálum.Hvar er viljans merki? Bankastjórn Seðlabankans barðist hatrammlega gegn AGS-samstarfinu á sínum tíma. Það gerði formaður VG einnig en af öllu meiri opinberum ákafa. Svo fór þó að bankastjórn Seðlabankans undirritaði samstarfsáætlunina og skömmu síðar kom það í hlut formanns VG að framkvæma hana. Áætlunin hefur reynst vel þó að margar brotalamir hafi verið á framkvæmdinni. Án samstarfs og aðhalds AGS væri staðan verri. Ofan á hrun krónunnar og bankanna var pólitíska ástandið orðið afar snúið þegar efnahagsáætlunin var samin. Í því ljósi verður það að teljast pólitískt þrekvirki hjá þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, að koma þessu samstarfi á og draga á svo skömmum tíma þær skýru línur sem fylgja ætti í fyrstu við efnahagsendurreisnina. Einörð afstaða þáverandi formanns Samfylkingarinnar var einnig forsenda fyrir því að þetta tókst. Pólitíska kreppan er óleyst eins og flokksráðsfundur VG staðfestir. En forvígismenn landsins hyggjast eigi að síður sitja án efnahagsáætlunar og á sama tíma setja áform um aukið alþjóðlegt samstarf í uppnám. Dæmið frá því í nóvember 2008 sýnir að jafnvel við verri aðstæður er hægt að gera betur. Hvar er viljans merki?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun