Til umhugsunar fyrir alþingismenn Þorvaldur Gylfason skrifar 1. september 2011 06:00 Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Alþingi ákvað því af ærnu tilefni eftir hrun að kveðja saman þjóðfund, skipa stjórnlaganefnd, efna til þjóðkjörs til Stjórnlagaþings og skipa síðan eftir makalausa ógildingu Hæstaréttar á kosningunni 25 kjörna fulltrúa í Stjórnlagaráð, sem var falið að gera tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar innan fjögurra mánaða. Því var heitið á Alþingi, að tillögurnar yrðu bornar undir þjóðaratkvæði, enda ákvað Alþingi að fela Stjórnlagaráði frekar en sjálfu sér að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ákvörðun Alþingis var að minni hyggju rétt af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi hefur Alþingi ekki getað komið sér saman um neina verulega endurskoðun stjórnarskárinnar, þótt hún sé að verða sjötug og standist hvorki kall né kröfur tímans. Í annan stað fer ekki vel á því, að Alþingi skipti sér efnislega af stjórnarskránni, þar eð hún fjallar auk annars um Alþingi og setur því rammar skorður til að vernda almenning fyrir stjórnvöldum. Betur fer á því, að þjóðkjörnu stjórnlagaþingi eða stjórnlagaráði sé falið að endurskoða stjórnarskrána frekar en stjórnmálamönnum, sem stjórnarskránni er ætlað að koma í veg fyrir, að misbeiti valdi sínu. Þetta er alþekkt og þaulreynt fyrirkomulag (t.d. Bandaríkin 1787, Frakkland 1792, Noregur 1814, Kanada 1864-66, Ástralía 1891, 1897, 1973, 1998, Ítalía 1946, Indland 1947, Þýzkaland 1948, Eistland 1920, 1992). Þjóðkjör er þó ekki einhlít regla. Þjóðir setja sér stjórnarskrár meðal annars til að reisa lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur almennings til góðs og heilbrigðs stjórnarfars skerðir rétt stjórnvalda til að fara sínu fram. Þess er því að vænta, að sumir þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að halda í skefjum, felli sig ekki vel við hana. Um þetta þurfa alþingismenn að hugsa. Gagngerar réttarbæturÞetta þaulreynda verklag – að fela þjóðkjörnum fulltrúum frekar en þingmönnum að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá – vakti fyrir Alþingi, þegar það setti endurskoðun stjórnarskrárinnar í gang 2009. Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis. Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið. Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi frá byrjun verið bundinn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl. Tilboð til þings og þjóðarFrumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu. Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem Stjórnlagaráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með persónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspilltum embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt. Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Alþingi ákvað því af ærnu tilefni eftir hrun að kveðja saman þjóðfund, skipa stjórnlaganefnd, efna til þjóðkjörs til Stjórnlagaþings og skipa síðan eftir makalausa ógildingu Hæstaréttar á kosningunni 25 kjörna fulltrúa í Stjórnlagaráð, sem var falið að gera tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar innan fjögurra mánaða. Því var heitið á Alþingi, að tillögurnar yrðu bornar undir þjóðaratkvæði, enda ákvað Alþingi að fela Stjórnlagaráði frekar en sjálfu sér að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ákvörðun Alþingis var að minni hyggju rétt af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi hefur Alþingi ekki getað komið sér saman um neina verulega endurskoðun stjórnarskárinnar, þótt hún sé að verða sjötug og standist hvorki kall né kröfur tímans. Í annan stað fer ekki vel á því, að Alþingi skipti sér efnislega af stjórnarskránni, þar eð hún fjallar auk annars um Alþingi og setur því rammar skorður til að vernda almenning fyrir stjórnvöldum. Betur fer á því, að þjóðkjörnu stjórnlagaþingi eða stjórnlagaráði sé falið að endurskoða stjórnarskrána frekar en stjórnmálamönnum, sem stjórnarskránni er ætlað að koma í veg fyrir, að misbeiti valdi sínu. Þetta er alþekkt og þaulreynt fyrirkomulag (t.d. Bandaríkin 1787, Frakkland 1792, Noregur 1814, Kanada 1864-66, Ástralía 1891, 1897, 1973, 1998, Ítalía 1946, Indland 1947, Þýzkaland 1948, Eistland 1920, 1992). Þjóðkjör er þó ekki einhlít regla. Þjóðir setja sér stjórnarskrár meðal annars til að reisa lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur almennings til góðs og heilbrigðs stjórnarfars skerðir rétt stjórnvalda til að fara sínu fram. Þess er því að vænta, að sumir þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að halda í skefjum, felli sig ekki vel við hana. Um þetta þurfa alþingismenn að hugsa. Gagngerar réttarbæturÞetta þaulreynda verklag – að fela þjóðkjörnum fulltrúum frekar en þingmönnum að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá – vakti fyrir Alþingi, þegar það setti endurskoðun stjórnarskrárinnar í gang 2009. Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis. Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið. Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi frá byrjun verið bundinn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl. Tilboð til þings og þjóðarFrumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu. Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem Stjórnlagaráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með persónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspilltum embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt. Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar