Litríkur hljóðheimur Beirut 1. september 2011 13:00 Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkanskaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar. Beirut er hugarfóstur hins 25 ára Zachary Francis Condon. Tónlist sveitarinnar hefur alla tíð verið undir áhrifum frá tónlist Balkanskagans, Mexíkó og Frakklands þar sem harmonikka, fiðla, ukulele og hin ýmsu blásturshljóðfæri eru notuð til að búa til heillandi hrærigraut sem tónlistarspekúlantar hafa yfirhöfuð tekið opnum örum. Zach Condon fæddist í Santa Fe í Nýju Mexíkó árið 1986. Hann ólst upp í Virginíu en flutti aftur á heimaslóðir og spilaði þar á trompet í djassbandi á unglingsárum sínum. Eftir að hafa hætt í skóla ferðaðist hann til Evrópu og kynntist þar Balkantónlistinni og var Goran Bregovic á meðal áhrifavalda. Condon fékk í framhaldinu mikinn áhuga á heimstónlist og smám saman varð litríkur hljóðheimur Beirut til. Fyrstu plötuna, Gulag Orkestar, tók Condon að mestu upp í svefnherbergi sínu en fékk síðan hjálp til að klára hana frá náungum sem gengu síðar til liðs við Beirut. Condon samdi við útgáfufyrir-tækið Ba Da Bing! og platan kom út árið 2006 við góðar viðtökur gagnrýnenda. Í framhaldinu spilaði Beirut á sínum fyrstu tónleikum í New York og boltinn var farinn að rúlla. Næsta plata, The Flying Club Cup, var undir áhrifum frá franskri tónlist með Serge Gainsbourg fremstan í flokki. Owen Pallett úr Arcade Fire annaðist strengjaútsetningar á plötunni, sem var að hluta til tekin upp í hljóðveri Arcade Fire í Kanada. Gagnrýnendur héldu áfram að hampa Beirut og sú hefur einnig orðið raunin með nýju plötuna sem var gefin út hjá útgáfu Condons, Pompeii Records. Til að mynda gefa bresku tónlistartímaritin Mojo, Q og Uncut henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. The Rip Tide þykir vera nokkuð frábrugðin fyrri verkum Beirut og öllu aðgengilegri. Mexíkósku og evrópsku áhrifin eru að sjálfsögðu enn til staðar en útsetningarnar eru smærri í sniðum en áður og platan sjálf er aðeins 33 mínútna löng, með níu fagurlega smíðuðum lögum. Hér fyrir ofan má sjá hljómsveitina flytja smáskífulagið East Berlin á tónleikum. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkanskaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar. Beirut er hugarfóstur hins 25 ára Zachary Francis Condon. Tónlist sveitarinnar hefur alla tíð verið undir áhrifum frá tónlist Balkanskagans, Mexíkó og Frakklands þar sem harmonikka, fiðla, ukulele og hin ýmsu blásturshljóðfæri eru notuð til að búa til heillandi hrærigraut sem tónlistarspekúlantar hafa yfirhöfuð tekið opnum örum. Zach Condon fæddist í Santa Fe í Nýju Mexíkó árið 1986. Hann ólst upp í Virginíu en flutti aftur á heimaslóðir og spilaði þar á trompet í djassbandi á unglingsárum sínum. Eftir að hafa hætt í skóla ferðaðist hann til Evrópu og kynntist þar Balkantónlistinni og var Goran Bregovic á meðal áhrifavalda. Condon fékk í framhaldinu mikinn áhuga á heimstónlist og smám saman varð litríkur hljóðheimur Beirut til. Fyrstu plötuna, Gulag Orkestar, tók Condon að mestu upp í svefnherbergi sínu en fékk síðan hjálp til að klára hana frá náungum sem gengu síðar til liðs við Beirut. Condon samdi við útgáfufyrir-tækið Ba Da Bing! og platan kom út árið 2006 við góðar viðtökur gagnrýnenda. Í framhaldinu spilaði Beirut á sínum fyrstu tónleikum í New York og boltinn var farinn að rúlla. Næsta plata, The Flying Club Cup, var undir áhrifum frá franskri tónlist með Serge Gainsbourg fremstan í flokki. Owen Pallett úr Arcade Fire annaðist strengjaútsetningar á plötunni, sem var að hluta til tekin upp í hljóðveri Arcade Fire í Kanada. Gagnrýnendur héldu áfram að hampa Beirut og sú hefur einnig orðið raunin með nýju plötuna sem var gefin út hjá útgáfu Condons, Pompeii Records. Til að mynda gefa bresku tónlistartímaritin Mojo, Q og Uncut henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. The Rip Tide þykir vera nokkuð frábrugðin fyrri verkum Beirut og öllu aðgengilegri. Mexíkósku og evrópsku áhrifin eru að sjálfsögðu enn til staðar en útsetningarnar eru smærri í sniðum en áður og platan sjálf er aðeins 33 mínútna löng, með níu fagurlega smíðuðum lögum. Hér fyrir ofan má sjá hljómsveitina flytja smáskífulagið East Berlin á tónleikum. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira