Opið bréf til forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur Gunnar S. I. Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Komdu sæl Jóhanna. Erindi mitt við þig er kjör lögreglumanna, þ.e.a.s. í hvaða sporum þeir eru gagnvart viðsemjanda sínum sem og eftirlaunamál. Mig langar til að biðja þig að setja á þig þau gleraugu sem þú notaðir þegar þú sjálf varst í kjarabaráttu fyrir hópi fólks. Ég heiti Gunnar S. I. Sigurðsson, er lögreglumaður og búinn að vera það síðastliðin 37-38 ár og er sem sagt enn að. Þegar ég hóf störf voru föst laun bara brandari (ekki ósvipað og þau eru í dag) og allt miðað við að ná upp kjörunum með yfirtíð, sem ekki er unnt í dag. Verkfallsrétt höfðum við en létum síðan illu heilli af hendi, á móti átti að sjá til þess að launakjör lögreglumanna yrðu alltaf sambærileg ákveðnum viðmiðunarstéttum. Hástemmdar yfirlýsingar voru gefnar til að selja okkur þessa niðurstöðu. Margir okkar voru mjög ósáttir við þessa leið, töldu að lögreglumenn ættu eins og aðrir að berjast og semja fyrir sínum kjörum og hafa til þess löggilt verkfæri sem verkfallsrétturinn er. Annað væri niðurlægjandi fyrir stéttina. Mig minnir að fyrir verkfallsréttinn fengjum við ígildi þriggja til fimm þáverandi launaflokka og þannig áttum við að haldast gagnvart þeim sem ekki létu verkfallsréttinn af hendi. Fljótlega voru gerðir samningar við aðra hjá ríkinu og má segja að í þeim samningum hafi þessi launamunur jafnast út. Þá strax hófu viðsemjendur okkar að narta í samninginn, teygja hann og toga og skapa ágreining um útreikninginn. Síðan þá höfum við oftast verið á eftir og klárlega tapað þessari greiðslu sem við fengum fyrir verkfallsréttinn. Núna er staðan þannig að við höfum verið samningslausir í tæplega þrjú hundruð daga. Þar sem ekkert gekk í vor að semja var deilunni vísað í gerðardóm. Til að gera deiluna enn langvinnari hefur það dregist að skipa í dóminn en síðustu fréttir herma að skipanin væri komin og á að fella úrskurð þann 23. sept. næstkomandi. Vel getur verið að dómur þessi verði okkur mjög í hag og að við lifum sælir og ánægðir næstu mánuði en það verður bara nokkra mánuði. Aftur stöndum við frammi fyrir kjaradeilu um laun og kjör þvert á það sem lagt var upp með á sínum tíma. Mér finnst þessi staða mjög niðurlægjandi fyrir stéttina og að það hafi það komið fram sem mætir menn vöruðu við á sínum tíma. Því er það mín skoðun að samtök okkar ættu að taka upp baráttu fyrir verkfallsréttinum og standa svo keik frammi fyrir viðsemjendum okkar. Okkur hefur verið misboðið svo lengi að nú er nóg komið, tími til að hysja upp um sig buxurnar og taka slaginn. Eftirlaun okkar miðuðust á sínum tíma við 70 ár eins og almennt hjá ríkisstarfsmönnum. Vegna eðli starfsins var það viðmið lækkað niður í 65 ár og töldum við það áfanga á leiðinni. Nú veit ég ekki hvað þú þekkir vel til lögreglustarfsins og ætla svo sem ekki að reyna að upplýsa hvorki þig né aðra sem þetta lesa um eðli starfsins. Ég hins vegar fullyrði og nýti mér þessi tæpu 38 ára starfsreynslu mína til að segja að starfið sé engu öðru líkt og eiginlega bannað fyrir fullorðna... og veika. Mikill munur er fyrir eldri (og oft lasburða) lögreglumenn að vinna í lögreglunni nú á dögum en fyrir um áratug. Það helgast af því að mikið hefur verið skorið niður og því mikil fækkun á stöðugildum. Það hafði það í för með sér að hver og einn lögreglumaður fór að vega þyngra í kerfinu. Hér áður gátu lögreglumenn sem komnir voru á efri ár fundið starf „við hæfi“ innan embættanna. Nú er ráðið í þau störf fólk á Eflingartaxta og þessi eldri lögreglumaður verður að fara í fremstu víglínu. Ríkið hlýtur að þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum eins og hinn almenni borgari. Margir okkar telja að misgjörðir ríkisins gagnvart okkur í samningamálum séu nægjanlegar þó ekki bætist við óviðunandi staða eldri starfsmanna. Það heyrðist fyrir ekki svo mörgum misserum síðan að taka ætti þessi mál til skoðunar og kviknaði sú von hjá okkur sem erum komnir með 35-40 ára starfsaldur að gerður yrði við okkur starfslokasamningur í ljósi framanritaðs. Afturkippur virðist kominn í það mál og er það slæmt. Og það eru ekki bara við eldri mennirnir sem erum vonsviknir vegna þessa, þeir nýliðar sem eru utan starfs vegna fækkunar stöðugilda eru líka vonsviknir. Þrjá nýliða væri hægt að ráða inn fyrir hverja tvo eldri starfsmenn sem hætta. Ég gæti svo sem haldið áfram en læt staðar numið hér og vona Jóhanna að þú skoðir þetta mál með opnum huga. Sjálfur tel ég ótækt að lögreglumenn þurfi að standa í þessum sporum samning eftir samning, þurfa að standa í samningum með báðar hendur bundnar. Annað tveggja þarf að gera, taka upp það kerfi sem átti að tryggja stöðu okkar án verkfallsréttar eða að láta okkur eftir verkfallsréttinn, sjálfum hugnast mér það betur. Þá þarf að taka afstöðu í eftirlaunamálum lögreglumanna og eða að búa svo um hnútana að eldri lögreglumönnum sé unnt að klára starfið án þess að þurfa að fórna heilsu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Komdu sæl Jóhanna. Erindi mitt við þig er kjör lögreglumanna, þ.e.a.s. í hvaða sporum þeir eru gagnvart viðsemjanda sínum sem og eftirlaunamál. Mig langar til að biðja þig að setja á þig þau gleraugu sem þú notaðir þegar þú sjálf varst í kjarabaráttu fyrir hópi fólks. Ég heiti Gunnar S. I. Sigurðsson, er lögreglumaður og búinn að vera það síðastliðin 37-38 ár og er sem sagt enn að. Þegar ég hóf störf voru föst laun bara brandari (ekki ósvipað og þau eru í dag) og allt miðað við að ná upp kjörunum með yfirtíð, sem ekki er unnt í dag. Verkfallsrétt höfðum við en létum síðan illu heilli af hendi, á móti átti að sjá til þess að launakjör lögreglumanna yrðu alltaf sambærileg ákveðnum viðmiðunarstéttum. Hástemmdar yfirlýsingar voru gefnar til að selja okkur þessa niðurstöðu. Margir okkar voru mjög ósáttir við þessa leið, töldu að lögreglumenn ættu eins og aðrir að berjast og semja fyrir sínum kjörum og hafa til þess löggilt verkfæri sem verkfallsrétturinn er. Annað væri niðurlægjandi fyrir stéttina. Mig minnir að fyrir verkfallsréttinn fengjum við ígildi þriggja til fimm þáverandi launaflokka og þannig áttum við að haldast gagnvart þeim sem ekki létu verkfallsréttinn af hendi. Fljótlega voru gerðir samningar við aðra hjá ríkinu og má segja að í þeim samningum hafi þessi launamunur jafnast út. Þá strax hófu viðsemjendur okkar að narta í samninginn, teygja hann og toga og skapa ágreining um útreikninginn. Síðan þá höfum við oftast verið á eftir og klárlega tapað þessari greiðslu sem við fengum fyrir verkfallsréttinn. Núna er staðan þannig að við höfum verið samningslausir í tæplega þrjú hundruð daga. Þar sem ekkert gekk í vor að semja var deilunni vísað í gerðardóm. Til að gera deiluna enn langvinnari hefur það dregist að skipa í dóminn en síðustu fréttir herma að skipanin væri komin og á að fella úrskurð þann 23. sept. næstkomandi. Vel getur verið að dómur þessi verði okkur mjög í hag og að við lifum sælir og ánægðir næstu mánuði en það verður bara nokkra mánuði. Aftur stöndum við frammi fyrir kjaradeilu um laun og kjör þvert á það sem lagt var upp með á sínum tíma. Mér finnst þessi staða mjög niðurlægjandi fyrir stéttina og að það hafi það komið fram sem mætir menn vöruðu við á sínum tíma. Því er það mín skoðun að samtök okkar ættu að taka upp baráttu fyrir verkfallsréttinum og standa svo keik frammi fyrir viðsemjendum okkar. Okkur hefur verið misboðið svo lengi að nú er nóg komið, tími til að hysja upp um sig buxurnar og taka slaginn. Eftirlaun okkar miðuðust á sínum tíma við 70 ár eins og almennt hjá ríkisstarfsmönnum. Vegna eðli starfsins var það viðmið lækkað niður í 65 ár og töldum við það áfanga á leiðinni. Nú veit ég ekki hvað þú þekkir vel til lögreglustarfsins og ætla svo sem ekki að reyna að upplýsa hvorki þig né aðra sem þetta lesa um eðli starfsins. Ég hins vegar fullyrði og nýti mér þessi tæpu 38 ára starfsreynslu mína til að segja að starfið sé engu öðru líkt og eiginlega bannað fyrir fullorðna... og veika. Mikill munur er fyrir eldri (og oft lasburða) lögreglumenn að vinna í lögreglunni nú á dögum en fyrir um áratug. Það helgast af því að mikið hefur verið skorið niður og því mikil fækkun á stöðugildum. Það hafði það í för með sér að hver og einn lögreglumaður fór að vega þyngra í kerfinu. Hér áður gátu lögreglumenn sem komnir voru á efri ár fundið starf „við hæfi“ innan embættanna. Nú er ráðið í þau störf fólk á Eflingartaxta og þessi eldri lögreglumaður verður að fara í fremstu víglínu. Ríkið hlýtur að þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum eins og hinn almenni borgari. Margir okkar telja að misgjörðir ríkisins gagnvart okkur í samningamálum séu nægjanlegar þó ekki bætist við óviðunandi staða eldri starfsmanna. Það heyrðist fyrir ekki svo mörgum misserum síðan að taka ætti þessi mál til skoðunar og kviknaði sú von hjá okkur sem erum komnir með 35-40 ára starfsaldur að gerður yrði við okkur starfslokasamningur í ljósi framanritaðs. Afturkippur virðist kominn í það mál og er það slæmt. Og það eru ekki bara við eldri mennirnir sem erum vonsviknir vegna þessa, þeir nýliðar sem eru utan starfs vegna fækkunar stöðugilda eru líka vonsviknir. Þrjá nýliða væri hægt að ráða inn fyrir hverja tvo eldri starfsmenn sem hætta. Ég gæti svo sem haldið áfram en læt staðar numið hér og vona Jóhanna að þú skoðir þetta mál með opnum huga. Sjálfur tel ég ótækt að lögreglumenn þurfi að standa í þessum sporum samning eftir samning, þurfa að standa í samningum með báðar hendur bundnar. Annað tveggja þarf að gera, taka upp það kerfi sem átti að tryggja stöðu okkar án verkfallsréttar eða að láta okkur eftir verkfallsréttinn, sjálfum hugnast mér það betur. Þá þarf að taka afstöðu í eftirlaunamálum lögreglumanna og eða að búa svo um hnútana að eldri lögreglumönnum sé unnt að klára starfið án þess að þurfa að fórna heilsu til þess.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun