Kennarar á strandveiðar og sjómenn í kennslu? Páll Steingrímsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar