Fundu hafstraum sem gæti breytt loftslagskenningum 24. ágúst 2011 06:00 Hlýnun jarðar. Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is
Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira