Höndla nefndir stórasannleik? Bolli Héðinsson skrifar 17. ágúst 2011 05:00 Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun