Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 07:30 Ármann Smári spilaði síðast landsleik í 2-1 tapi gegn Skotum í apríl 2009. Mynd/Nordic photos/AFP Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira