Tómlæti er ekki í boði Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. ágúst 2011 07:30 Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun