Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2011 00:01 Báðar á skotskónum í gær Laufey Ólafsdóttir úr Val í baráttunni við Ásgerði Baldursdóttur úr Stjörnunni. Fréttablaðið/HAG Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu. Valskonur komu mun ákveðnari til leiks í Garðabænum í gærkvöldi. Þær höfðu yfirburði á öllum sviðum í fyrri hálfleik sem fór að mestu fram á vallarhelmingi heimaliðsins. Íslandsmeistararnir voru grimmir, brutu á andstæðingnum þegar þess þurfti og unnu alla seinni bolta. Einkenni liðs sem ætlar sér sigur. Stjörnustúlkur voru í hlutverki áhorfenda og til marks um baráttuleysi brutu þær aðeins einu sinni af sér í hálfleiknum. Valur fékk fjölmörg færi í hálfleiknum en náði aðeins einu sinni að skora. Eftir hornspyrnu barst boltinn út í teig á aldursforsetann Laufeyju Ólafsdóttur. Laufey tók boltann á lofti og sendi í fjærhornið. Markið kom á 23. mínútu og óhætt að segja að það hafi legið í loftinu. Valskonur voru 1-0 yfir í hálfleik og Stjörnukonur heppnar að vera enn inni í leiknum. „Valsliðið spilaði gríðarlega vel í fyrri hálfleik og við vorum óöruggar og hræddar. Svo eins og vanalega kemur liðið sterkara til liðs í seinni hálfleik," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru rökrétt framhald þess fyrri. Gunnhildur Yrsa átti reyndar skot af 30 metra færi sem small í slánni snemma í hálfleiknum en annars sóttu Valskonur stíft en voru klaufar í vítateig Stjörnunnar. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Á 62. mínútu lágu Caitlin Miskel og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir út við hliðarlínu eftir baráttu. Miskel virtist sparka í Ásgerði þegar boltinn var víðs fjarri og sú bandaríska var rekin út af. „Hún sparkaði í mjöðmina á mér eftir að boltinn var farinn. Það er púra rautt," sagði Ásgerður. Atvikið kom upp úr engu og í raun óskiljanlegt hvers vegna Miskel gerði sig seka um þvílíkt dómgreindarleysi. Ástæða var til að ætla að Miskel hafi átt óuppgerðar sakir við Ásgerði. „Nei, það var ekkert okkar á milli. Það er barningur á milli Stjörnunnar og Vals en ekkert persónulegt á milli okkar," sagði Ásgerður. Áhorfendur voru vart búnir að tylla sér eftir æsingin sem fylldi rauða spjaldinu þegar brotið var á varamanninum Helgu Franklínsdóttur innan teigs og vítaspyrna dæmd. Ásgerður tók vítið og skoraði af öryggi. Það sem eftir lifði leiks var nokkurt jafnræði með liðunum. Í rauninni það jafnræði sem maður hefði reiknað með fyrirfram í toppslag deildarinnar. Stjörnustelpurnar hirtu hins vegar stigin þrjú í viðbótartíma þegar Helga var grimmust á fjærstöng og skallaði knöttinn í netið. „Þetta var rosalegur rússíbani. Bæði lið voru farin að sættast á jafntefli. Við eftir slakan fyrri hálfleik og Valsararnir einum færri. Það var ekkert í spilunum. Svo er það þessi snilld hjá Írunni [Þorbjörgu Aradóttur] hvernig hún lagði upp markið. Var mjög róleg, plataði mann og Helga Franklín kórónaði frábæran dag," sagði Þorlákur. Gunnar Borgþórsson, þjálfari Valsstelpna, var ekki á því að Valskonur hefðu verið orðnar sáttar með stigið. „Nei, við ætluðum allan tímann að vinna og ég held að það hafi sést. Tíu Valsstúlkur litu út fyrir að vera tólf. Við pressuðum, hlupum og hlupum og ætluðum okkur sigur," sagði Gunnar sem taldi sitt lið hafa átt sigurinn skilinn í Garðabænum. „Ég held að allir 850 sem voru að horfa hafi séð að af tveimur fótboltaliðum á vellinum er Valsliðið með yfirburðafótboltalið og þess vegna er svona súrt að fara heim tómhentur," sagði Gunnar. Valur hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin fimm ár og haft yfirburði í kvennaboltanum. „Við erum náttúrulega að spila við stórveldi í íslenskum kvennabolta. Það er rosalega erfitt að brjóta niður hefðir en við erum að reyna," sagði Þorlákur og viðurkenndi að taflan lygi ekki. Titillinn væri Garðbæinga að tapa. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu. Valskonur komu mun ákveðnari til leiks í Garðabænum í gærkvöldi. Þær höfðu yfirburði á öllum sviðum í fyrri hálfleik sem fór að mestu fram á vallarhelmingi heimaliðsins. Íslandsmeistararnir voru grimmir, brutu á andstæðingnum þegar þess þurfti og unnu alla seinni bolta. Einkenni liðs sem ætlar sér sigur. Stjörnustúlkur voru í hlutverki áhorfenda og til marks um baráttuleysi brutu þær aðeins einu sinni af sér í hálfleiknum. Valur fékk fjölmörg færi í hálfleiknum en náði aðeins einu sinni að skora. Eftir hornspyrnu barst boltinn út í teig á aldursforsetann Laufeyju Ólafsdóttur. Laufey tók boltann á lofti og sendi í fjærhornið. Markið kom á 23. mínútu og óhætt að segja að það hafi legið í loftinu. Valskonur voru 1-0 yfir í hálfleik og Stjörnukonur heppnar að vera enn inni í leiknum. „Valsliðið spilaði gríðarlega vel í fyrri hálfleik og við vorum óöruggar og hræddar. Svo eins og vanalega kemur liðið sterkara til liðs í seinni hálfleik," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru rökrétt framhald þess fyrri. Gunnhildur Yrsa átti reyndar skot af 30 metra færi sem small í slánni snemma í hálfleiknum en annars sóttu Valskonur stíft en voru klaufar í vítateig Stjörnunnar. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Á 62. mínútu lágu Caitlin Miskel og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir út við hliðarlínu eftir baráttu. Miskel virtist sparka í Ásgerði þegar boltinn var víðs fjarri og sú bandaríska var rekin út af. „Hún sparkaði í mjöðmina á mér eftir að boltinn var farinn. Það er púra rautt," sagði Ásgerður. Atvikið kom upp úr engu og í raun óskiljanlegt hvers vegna Miskel gerði sig seka um þvílíkt dómgreindarleysi. Ástæða var til að ætla að Miskel hafi átt óuppgerðar sakir við Ásgerði. „Nei, það var ekkert okkar á milli. Það er barningur á milli Stjörnunnar og Vals en ekkert persónulegt á milli okkar," sagði Ásgerður. Áhorfendur voru vart búnir að tylla sér eftir æsingin sem fylldi rauða spjaldinu þegar brotið var á varamanninum Helgu Franklínsdóttur innan teigs og vítaspyrna dæmd. Ásgerður tók vítið og skoraði af öryggi. Það sem eftir lifði leiks var nokkurt jafnræði með liðunum. Í rauninni það jafnræði sem maður hefði reiknað með fyrirfram í toppslag deildarinnar. Stjörnustelpurnar hirtu hins vegar stigin þrjú í viðbótartíma þegar Helga var grimmust á fjærstöng og skallaði knöttinn í netið. „Þetta var rosalegur rússíbani. Bæði lið voru farin að sættast á jafntefli. Við eftir slakan fyrri hálfleik og Valsararnir einum færri. Það var ekkert í spilunum. Svo er það þessi snilld hjá Írunni [Þorbjörgu Aradóttur] hvernig hún lagði upp markið. Var mjög róleg, plataði mann og Helga Franklín kórónaði frábæran dag," sagði Þorlákur. Gunnar Borgþórsson, þjálfari Valsstelpna, var ekki á því að Valskonur hefðu verið orðnar sáttar með stigið. „Nei, við ætluðum allan tímann að vinna og ég held að það hafi sést. Tíu Valsstúlkur litu út fyrir að vera tólf. Við pressuðum, hlupum og hlupum og ætluðum okkur sigur," sagði Gunnar sem taldi sitt lið hafa átt sigurinn skilinn í Garðabænum. „Ég held að allir 850 sem voru að horfa hafi séð að af tveimur fótboltaliðum á vellinum er Valsliðið með yfirburðafótboltalið og þess vegna er svona súrt að fara heim tómhentur," sagði Gunnar. Valur hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin fimm ár og haft yfirburði í kvennaboltanum. „Við erum náttúrulega að spila við stórveldi í íslenskum kvennabolta. Það er rosalega erfitt að brjóta niður hefðir en við erum að reyna," sagði Þorlákur og viðurkenndi að taflan lygi ekki. Titillinn væri Garðbæinga að tapa.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira