KR á móti Dinamo í kvöld: Leikir sem menn dreymir um að spila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2011 08:00 KR-ingar hafa farið á kostum í öllum keppnum í sumar og reyna í kvöld að halda Evrópuævintýrinu gangandi. Mynd/Valli KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn