Skuldaskrímslið étur framtíð okkar 15. júlí 2011 01:00 Giulio Tremonti „Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb Fréttir Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb
Fréttir Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent