Skuldaskrímslið étur framtíð okkar 15. júlí 2011 01:00 Giulio Tremonti „Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb Fréttir Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb
Fréttir Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira