Í umboði hvers? Ögmundur Jónasson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli?
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun