Stefnir Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði 8. júní 2011 08:00 Gunnlaugur M. Sigmundsson Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjarbull í gölnum manni þannig að það er ekkert annað að gera," segir Gunnlaugur um stefnuna. Bloggfærslan var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan" en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrettán ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO," segir Gunnlaugur um bloggfærsluna, en hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er," segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þingfest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lögmann hans í gær. - sh Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjarbull í gölnum manni þannig að það er ekkert annað að gera," segir Gunnlaugur um stefnuna. Bloggfærslan var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan" en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrettán ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO," segir Gunnlaugur um bloggfærsluna, en hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er," segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þingfest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lögmann hans í gær. - sh
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira